Nú er farið að hausta og deildir POWERtalk eru að hefja störf á ný eftir sumarfrí.

Síðasta starfsár var óvenjulegt vegna heimsfaraldurs COVID-19 og fengu félagar í POWERtalk tækifæri til þjálfunar í fjarfundum eftir áramót. Þó að sú þjálfun hafi verið góð og gott að heyra í vinalegum röddum þegar samkomubannið stóð sem hæst þá voru flestir sammála því að fjarfundir jafnist ekki á við venjulega deildarfundi. Við förum því inn í nýtt starfsár með sprittbrúsann á lofti og sóttvarnir á hreinu.

Ef þú hefur áhuga á að þjálfa þig í að halda ræður er POWERtalk staðurinn fyrir þig. Verið velkomin á fund og kynnið ykkur starfið. Undir flipanum deildir finnið þið hvar og hvenær deildirnar funda.

Nýkjörin stjórn Fífu á vorfundi 20. maí 2020

Spread the word. Share this post!