Í POWERtalk læra félagar ýmislegt gagnlegt varðandi ræðumennsku og framkomu. Á hverjum einasta fundi er einhver einn sem stjórnar fundinum og annar sem ritar fundargerð þannig að óhætt er að segja að félagar fái næga æfingu í þessum efnum.Þessi mikla og góða þjálfun í bæði fundarstjórn og fundarritun hefur gert það að verkum að félagar POWERtalk eru eftirsóttir starfskraftar þegar kemur að því að stýra fundi eða skrifa fundargerð.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þær stöllur Aðalheiði Rúnarsdóttur, Lilju Þorgeirsdóttur og Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur úr POWERtalk deildunum Korpu og Sögu á aðalfundi félagasamtaka þar sem þær rituðu fundargerðina.

Spread the word. Share this post!