Þá er komið að því! POWERtalk starfið hefst núna á mánudaginn en þá heldur Jóra á Selfossi fyrsta fund starfsársins í Selinu á Engjavegi klukkan 20. Á miðvikudaginn er svo komið að deildum á höfuðborgarsvæðinu. Korpa í Mosfellsbæ heldur sinn fyrsta fund í safnaðarheimili Lágafellssóknar miðvikudaginn 4. september klukkan 20. Á sama tíma en í öðru bæjarfélagi, nefnilega Kópavogi mun Fífa halda sinn fyrsta fund eða í Hjallakirkju. Það skiptir þó engu máli hvar þú ert staddur á landinu, allir eru mjög velkomnir á fundi. Sjáumst!

Spread the word. Share this post!