Með komu haustlaufanna hefja deildir POWERtalk störf á ný eftir sumarfrí. Við hlökkum til að takast á við þau verkefni og upplifa persónulega sigra sem fylgja því að taka þátt í POWERtalk. Það er ótrúlega gaman að taka framförum og finna hluti verða auðveldari sem áður voru erfiðari. En stef landsstjórnar POWERtalk í ár er einmitt: Allt er erfitt áður en það verður auðvelt. Ef þú hefur áhuga á að þjálfa þig í að halda ræður er POWERtalk staðurinn fyrir þig. Verið velkomin á fund og kynnið ykkur starfið. Undir flipanum deildir finnið þið hvar og hvenær deildirnar funda.

Spread the word. Share this post!