Landsþing POWERtalk samtakanna er alltaf haldið fyrstu helgina í maí ár hvert. Að þessu sinni var landsþingið í umsjón Jóru á Selfossi sem hafði veg og vanda af allri skipulagningu. Þema landsþingsins var “Virðing og nýtni” sem endurspeglaðist í allri dagskrá þingsins. Heiðursgestur þingsins var Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari sem hélt afar áhugavert og grípandi erindi um mat og matarsóun. Hápunktur þingsins var svo að sjálfsögðu ræðukeppni og hátíðarkvöldverður. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afar vel heppnuðu landsþingi 🙂