Landsþing PowerTalk 2023 verður haldið á Hótel Kríunesi við Elliðavatn í Kópavogi, helgina 5.-6.maí.

Stef þingsins er: Vertu óhræddur við að fara út á ystu greinina. Þar bíður ávöxturinn.
Litur þingsins er Grænn en grænn er litur náttúrunnar. Veitir heilun, er nærandi og eykur jafnvægi. Grænn táknar vöxt, öryggi, ferskleika og sátt.

Á dagskrá föstudagskvöldið eru félagsmál, ræðukeppni og kvöldvaka.
Á laugardaginn er fræðsla um ræðuskrif og hæfnismat fyrir hádegi og eftir hádegi verður þjálfunardagskrá með ýmsum áhugaverðum erindum frá félugum. Um kvöldið verður síðan hátíðarkvöldverður þar sem tilkynnt verður um sigurvegara ræðukeppninnar og ný stjórn samtakanna verður sett inn.

Á þinginu í ár verður sú nýbreytni að settur verður upp markaður með notuð föt ofl, þar sem félögum gefst færi á að gefa flíkum sínum annað líf.

Spread the word. Share this post!