Opinn kynningarfundur Jóru á Selfossi verður haldinn 16. september kl. 20:00 til 22:00 í Selinu, Engjavegi 48, Selfossi. Öll velkomin án skuldbindingar og veitingar verða í kaffihléi.
POWERtalk deildin Jóra á Selfossi er á sínu 32. starfsári og er hluti af landssamtökum POWERtalk. Við hittumst fyrsta og þriðja hvern mánudag kl. 20:00 oftast í Selinu, Engjavegi 48, Selfossi. Starfið stendur frá september fram í maí.
Á fundum hittast 10-15 félagar á öllum aldri, alls staðar af Suðurlandi og þjálfa hvert annað á jafningjagrunni í að standa upp og tala fyrir framan aðra. Í byrjun nægir sumum að standa upp og kynna sig með nafni, en eflast með hverjum fundi og miklar framfarir sjást hjá öllum sem stunda POWERtalk. Birt er dagskrá fyrir hvern fund þar sem félagar fá verkefni eftir því sem hver og ein treystir sér til.
Við æfum okkur meðal annars í ræðumennsku, fundarsköpum og tímastjórnun. Að semja og flytja texta, lesa ljóð, fjalla um áhugaverð málefni, framkomu og líkamstjáningu. Við æfum líka að tala blaðlaust og fara ekki yfir úthlutaðan tíma í dagskránni. Við fáum reynslu í að gegna embættum og stjórna fundum. En fyrst og fremst höfum við gaman saman og vinnum að því að auka sjálfstraust félaga til að segja það sem þeim býr í brjósti, hvar sem er og hvenær sem er. Starfið flokkast sem námskeið og flest stéttarfélög taka þátt í greiðslu árgjaldsins.

 

Spread the word. Share this post!