Hvað er POWERtalk?

POWERtalk leggur áherslu á einstaklingsmiðaða þjálfun í tjáningu sem skilar árangri. POWERtalk virkjar fólk til þátttöku í umræðum, býður leiðtogaþjálfun og eykur færni við kynningar og fundarstjórnun

…Í POWERtalk lærir þú…

…færni við kynningar…
Lykillinn að vel heppnaðri kynningu er örugg framkoma og markviss málflutningur. Örugg framkoma næst með stöðugri æfingu fyrir framan áheyrendur. Hjá POWERtalk færð þú tækifæri til að æfa ræðutækni þína og framsetningu, þú lærir að nota hljóðnema og skjávarpa þar til þér er ekkert að vanbúnaði að flytja mál þitt af öryggi og festu, hvar og hvenær sem er.

…fundarstjórnun…
Ef þú vilt auka færni þína í starfi eða á félagslegum vettvangi, þá mun þátttaka þín í POWERtalk auka skilning þinn á fundarsköpum og almennum fundarstörfum. Þátttaka í POWERtalk felur í sér leiðsögn og uppbyggjandi fræðslu. Leið þín að settum markmiðum og auknum persónulegum þroska verður léttari. Reynslan af starfi í POWERtalk nýtist þér til aukinnar færni og öryggis í leik og starfi.

…að efla leiðtogahæfileika…
Persónuleg og fagleg hæfni til að leiðbeina og hvetja hóp fólks er eftirsóttur hæfileiki. Í POWERtalk þjálfar þú og styrkir forystuhæfileika þína og færð tækifæri til að nota þá í raunverulegum aðstæðum. Uppbygging og skipulag samtakanna gerir þér kleift að auka þroska þinn og færni ….. og læra nýja tækni.

…viðburðastjórnun…
Reynsla í áætlanagerð og skipulagningu er forsendan fyrir vel heppnuðum viðburði. Í POWERtalk gefst þér tækifæri til að kynnast öllum hliðum viðburðastjórnunar, hvort sem er fyrir fundi eða ráðstefnur, jafnt innanlands sem utan.

…og þetta er tækifærið þitt…
Aðild að POWERtalk-deildum er opin öllum þeim sem hafa áhuga á að bæta sjálfan sig. Deildir hittast á tveggja vikna fresti á fyrirfram ákveðnum fundarstað og tíma. Á fundunum færð þú tækifæri til að rækta með þér nýja færni og fá uppbyggjandi mat á frammistöðu þína. Hvert verkefni sem þú tekur að þér er raunverulegt og þú færð leiðbeiningar frá reyndari félögum og endurgjöf sem hjálpar þér áfram að næsta stigi í náminu. velkomnir í POWERtalk. Upplýsingar um fundi, tíma og staðsetningu er að finna á vef samtakanna, www.powertalk.is.

… svo hvers vegna ekki að láta slag standa…

Ólöf Ásdís Ólafsdóttir
Exit mobile version